Exigo Kynnir Odoo 14
Ný betrumbætt útgáfa með áheyrslu á vefverslanir og framleiðslukerfi

Útgáfa 14

Nýjasta útgáfa af Exigokerfunum sem byggir á Odoo 14 inniheldur fjölmargar nýjungar og endurbætur. Við ætlum að fara yfir nokkrar þeirra og þar ber helst að nefna:

  • Nýtt vefumsjónartól (Website builder)

  • Innbyggður töflureiknir

  • Straumlínulagað framleiðslu- og birgðakerfi

  • Farsímavænt afgreiðslukerfi með rafrænum sendingum í bókhaldið 

Nýtt vefumsjónarkerfi (Website Builder)


Vefumsjónarkerfið hefur verið enduhannað og gefur nú mun fleiri möguleika í allri umsjón  og hönnun á viðmóti. 

Þemustillingar stjórna grunnútliti og virkni á vefnum og vefverslunum. 
Þemustillingar hafa verið settar inn í tólið svo að nú er einfaldara að breyta þemunni og stilla eftir þínu höfði. Einfalt er að bæta við nýjum fontum og breyta bilum og mörkum (padding/margin) ásamt ýmsum öðrum fínstillingum sem gera fallegan heildarsvip á síðuna þína. Þá er boðið uppá að vista 5 mismunandi lita og texta samsetningar sem einfalda hönnunina og tryggja samræmt útlit ásamt því að gera þér kleift að breyta heildarútliti á síðunni með örfáum smellum.


Bakgrunnstillingar á blokkum hafa verið uppfærðar og er nú t.d. mun einfaldara að nota myndband sem bakgrunn. Bakgrunnsform gefa blokkunum þínum nýtt líf og hvetur notendann til að halda áfram að skrolla ásamt því að vekja athygli á því sem er neðar á síðunni á fallegan og fagmannlegan máta.


Nýjum blokkum hefur verið bætt við sem gera þér kleift að deila efni beint úr bakgrunninum. Þá hafa stillingar fyrir útfyllingarform verið endurbættar svo að þú getur núna á mun þægilegri máta fengið notandann til að fylla út upplýsingar sem skráðar eru í beint í gagngrunn kerfisins (bakendann). 


Búðu til þínar eigin blokkir.  Með því að vista blokkirnar þínar getur þú endurnýtt þær hvar sem er og sparað tíma og fyrirhöfn.


Leitarvélarbestun hefur verið bætt og bloggsíður fá nú einnig sér bestunarstillingar, til viðbótar hefur tengingu við Google Search Console verið bætt við svo að nú ættu allir að geta tryggt að leitarvélarnar finni síðuna.

Innbyggður Töflureiknir


Ertu að taka gögnin þín útúr kerfinu og færa þau inní Excel til að vinna með þau nánar?

Skýrslutólið í Odoo er mjög fullkomið og gerir þér kleyft að birta gögnin þín og bera þau saman á þann máta  sem hentar.  Skýrlurnar er uppfærðar sjálfkrafa og beintengdar við allar einingar í kerfinu. Ef þú vilt enn þá skoða gögnin þín í Excel þá geturðu líka gert það í nýjum innbyggðum töflureikni og verið viss um að þú ert að vinna í gögnum sem eru rétt og uppfærð í rauntíma.


Straumlínulagað framleiðslu- og birgðakerfi 


Valmyndir hafa verið endurbættar og einfaldaðar til að mæta notendum kerfisins betur.

Ferli hafa verið yfirfarin til stytta leiðir í kerfinu og fækka smellum. 

Vöruuppskriftaspjald inniheldur nú mun ítarlegri upplýsingar um framleiðsluna sem fækkar skjámyndum og sparar tíma. Þá hefur útlitið einnig verið bætt til að draga betur fram þær upplysingar sem eru mikilvægar hverju sinni. Lagerstaða inniheldur nú ekki aðeins upplýsingar um núverandi lagerstöðu vöru heldur sérðu líka hvenær er von á vörunni.






Afgreiðslukerfi/Kassakerfi (POS)


Nótur og kvittanir eru sendar rafrænt á viðskiptavininn með tölvupósti og notist hann einnig við Exigo kerfi mun nótan berst beint í bókhaldið.   Með því að senda kvittunina í tölvupósti sparast pappír, viðskiptavinurinn á alltaf sitt eintak og það týnist ekki.  Þar sem að allir eru í dag með tölvupóst er í raun ekki lengur þörf á því að vera með sérstakan kvittanaprentara. 

Deila efni
Bloggin okkar
Vefverslun
Að hverju þarf að huga?