Odoo upplýsingakerfið - heildarlausn með öll gögn á sama stað í sama kerfinu.

Í skýinu - aðgengilegt alltaf og alls staðar.

Í Odoo ertu með allar upplýsingar á einum stað sem eru geymdar í  skýinu . Sérstaða Odoo felst meðal annars í því að það skiptir ekki máli í hvaða  stýrikerfi  þú ert hvort sem er IOS, Mac Os, Windows eða Linux.  Notendur geta verið í Windows umhverfi eða Apple og Odoo lausnin  virkar á allar gerðir tölva, spjaldtölvur og farsíma.  

Opin lausn með ótakmarkaða möguleika

Odoo er opin lausn sem þýðir að það er einfalt að aðlaga lausnina og breyta verkferlum til að mæta þörfum notenda.  Engar takmarkanir eru á fjölda notenda eða stærð gagna.

Það eru yfir 2.000 kerfiseiningar (e. Add-ons) í boði í Odoo sem þýðir að fyrirtæki hafa val hversu mikið af þeim einingum þau vilja taka, engar takmarkanir eða kvaðir eru til staðar heldur er ekkert mál að breyta, kóðinn er opinn í kerfinu og aðgengilegur til aðlögunar þ.e. hvort sem stjórnendur vilja stækka eða minnka umfang kerfisins. 

Verð 

  • Fast verð per notenda
  • enginn aukakostnaður hvort sem stjórnendur bæta við einingum 
  • þægilegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að halda utan um kostnaðarliðinn er varðar upplýsingarkerfið. 

Reynslusögur 

Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem velja Odoo framyfir önnur upplýsingarkerfi spara í rekstrarkostnaði upplýsingakerfa. 

Smelltu til að lesa reynslusögur