Odoo Sölulausnir

Vertu með puttann á púlsinum

Hafðu samband

Að halda utan um sölur fyrirtækisins og viðskiptatengsl er einkar mikilvægt. Það að allir starfsmenn og stjórnendur viti nákvæmlega hvaða samskipti hafa farið fram, hvernig hefur gengið og hvaða vara eða þjónusta selst best skiptir höfuð máli. Odoo sölulausnir halda einstaklega vel utan um það og margt fleira. Og eins og í öðrum kerfum Odoo er unnt að nálgast upplýsingarnar hvar og hvenær sem er í snjallsímum, tölvum og spjaldtölvum. 

Í sölukerfi Odoo er m.a. unnt að nýta einingar á borð við: 

 • Sölupantanir og reikningagerð
 • Tilbúin vefverslun
 • CRM kerfi (Customer Relationship Managment) - viðskiptatengslakerfi 
 • Tilboðsgerð
 • Verðlistar og afsláttarkerfi
 • Kassakerfi (POS)
 • Veitingastaðakerfi
 • Leigukerfi / viðgerðarkerfi
 • Seríunúmer 
 • Fjöldapóstur

Kostir Odoo Sölulausna eru m.a.: 

 • Einfalt og öruggt
 • Myndræn framsetning
 • Auðveldar flokkanir
 • Söluhópar
 • Utanumhald um söluherferðir.